desember 06, 2006
Umferðarmerki
Starfsmenn sveitarfélagsins voru að setja aftur upp biðskyldumerki á vegamótin hérna fyrir neðan húsið. Gatan var malbikuð í september og skiltið búið að liggja flatt í vegkantinum síðan.
En nú var drifið í þessu, skiltið sett upp, grafan og maðurinn með skófluna drifu sig burt og eftir stóð merkið. Og þá er spurningin:
Hvað er athugavert við þessa mynd ?

En nú var drifið í þessu, skiltið sett upp, grafan og maðurinn með skófluna drifu sig burt og eftir stóð merkið. Og þá er spurningin:
Hvað er athugavert við þessa mynd ?
