febrúar 23, 2006
Aulahúmor
Tæknimaður í tölvufyrirtæki fór með son sinn á leikskólann á mánudagsmorgni. Fóstra sem hann hitti fór að kvarta yfir að allir prentarar væru dottnir út. Tæknimaðurinn hlustaði þegjandi og sagði svo: "Lokið þið ekki öllum gluggum áður en þið farið heim á föstudögum."
Maður sagðist hafa verið að vinna á Langhús-eyrunum og var þá spurður: "Síðan hvenær hafa Langhús eyru ?"
Þetta er aulahúmor !
Maður sagðist hafa verið að vinna á Langhús-eyrunum og var þá spurður: "Síðan hvenær hafa Langhús eyru ?"
Þetta er aulahúmor !
febrúar 22, 2006
Hún er komin aftur - húrra fyrir því !
Ég hótaði útrýmingu á letibloggurum um daginn. Þar sem ég er að verða ein úr þeim hópi sjálf, hef ég enn ekki komið hreinsunarátakinu í gang.
En nú er ég búin að finna einn af mínum uppáhalds aftur. Endurnýja linkinn og set hana á !
En nú er ég búin að finna einn af mínum uppáhalds aftur. Endurnýja linkinn og set hana á !