<$BlogRSDURL$>

febrúar 23, 2006

Aulahúmor 

Tæknimaður í tölvufyrirtæki fór með son sinn á leikskólann á mánudagsmorgni. Fóstra sem hann hitti fór að kvarta yfir að allir prentarar væru dottnir út. Tæknimaðurinn hlustaði þegjandi og sagði svo: "Lokið þið ekki öllum gluggum áður en þið farið heim á föstudögum."

Maður sagðist hafa verið að vinna á Langhús-eyrunum og var þá spurður: "Síðan hvenær hafa Langhús eyru ?"

Þetta er aulahúmor !

febrúar 22, 2006

Hún er komin aftur - húrra fyrir því ! 

Ég hótaði útrýmingu á letibloggurum um daginn. Þar sem ég er að verða ein úr þeim hópi sjálf, hef ég enn ekki komið hreinsunarátakinu í gang.
En nú er ég búin að finna einn af mínum uppáhalds aftur. Endurnýja linkinn og set hana á !

febrúar 20, 2006

Södd lífdaga ... 

Hún var orðin södd lífdaga hún Laufey gamla frænka mín. Hún lést á föstudaginn var, 96 ára gömul. Oft var hún búin að kvarta yfir þessari ósanngirni alvaldsins að leyfa sér ekki að deyja fyrst hún væri orðin einskis nýt.

Blessuð sé minning hennar !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?