<$BlogRSDURL$>

mars 24, 2006

Persónuleg þjónusta 

Ég fer í sund í hádeginu alla virka daga, eða svo til. Bóndinn mætir 2-3 í viku, 2-3 aðrir mæta nokkuð reglulega á þessum tíma, en oft kemur fyrir að við erum bara tvö. Í dag kom ég í laugina á venjulegum tíma og var þá spurð að því hvort bóndinn kæmi ekki líka. Ég vissi ekki alveg hvort hann ætlaði að mæta en afgreiðslukonan sagði þá - ef hann kemur á næstu fimm mínútum, kemur hann ekki -.
Ástæðan fyrir þessu var sú að það átti að taka vatnið af sturtunum smástund og þau vildu ekki hafa af okkur sundið, heldur biðu þar til við vorum komin ofan í og tóku svo vatnið af meðan við vorum að synda. Vatnið var svo komið á aftur þegar við komum upp úr.
Persónuleg þjónusta í Sundlauginni á Egilsstöðum !!

Ég er letibloggari ! 

Hef einhvern veginn ekkert að segja þessa dagana.
Þorrablótseftirpartýið gek vel, nema hvað það vantaði nokkra eins og alltaf vill verða. Grillaði svínakjöt ofan í hópinn enda veðrið frábært, 12 stiga hiti og logn.

Það hefur breyst svolítið, kominn snjór og frost. Færðin og óveðrið á Austurlandi voru samt orðum aukin í sjónvarpsfréttum í gær. En við erum bara orðin svo góðu vön!

mars 20, 2006

Afmælasyrpa 

Það er þannig í fjölskyldu mannsins míns að langflestir eiga afmæli í mars og apríl.
Heiður Ösp bættist í þann hóp um daginn. Bróðurdóttir bóndans á afmæli 13. mars, Mjallhvít systir hans 15. mars, bróðir hans 16. mars, sonur hans (okkar) Björninn 17. mars, systursonur hans 1. apríl, tengdapabbi 2. apríl og bóndinn sjálfur 7. apríl. Og örugglega er ég að gleyma einhverjum.

Annars er búið að vera mikið að gera undanfarið og lítill tími til að skrá þær athafnir.
Mikið að gera í vinnunni, þorrablótsnefndarlokapartý og uppgjör á reikningum blótsins og heimsókn á Eskifjörð þar sem Frumburðurinn og hans litla fjölskylda býr.
Er búin að vera kvefuð og slöpp í þokkabót, þannig að ekki hefur verið mikil afgangs orka til staðar.
En nú ætla ég að fara að rífa mig upp úr þessari pest, fara í sund í hádeginu og sjá til hvort mér líður ekki bara betur á eftir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?