<$BlogRSDURL$>

apríl 07, 2006

Hraðatakmörkun sem virkar ! 

Í morgun ók ég í vinnuna á bíl bóndans, - Honda CRV -. Fann fljótlega að bensíngjöfin var eitthvað treg en þar sem krapi og slabb var á veginum og ekki ráðlegt að aka nema 60-70 í hæsta lagi, hélt ég bara áfram og lét slag standa. Engin skrítin vélahljóð, engin bremsulykt eða neitt, svo ég hélt bara áfram. Þegar ég svo kom í vinnuna fór ég að skoða bensíngjöfina og sá þá að hornið á gúmmímottunni hafði skorðast undir bensín-pedalanum og ýtti á móti þrýstingi ofan frá. Það ætti að útbúa svona verkfæri handa þeim sem hættir til að aka of hratt !

Í dag á svo bóndi minn afmæli ! Meira að segja hálfrar aldar afmæli ! Hann ætlar að eyða deginum á námskeiði um ræktun skógarplantna sem haldið er á Reykjum í Ölfusi í dag. Kemst vonandi heim í kvöld. Um helgina ætlum við svo að hafa kaffi á könnunni handa þeim sem leggja leið sína í skóginn.

apríl 06, 2006

Fleiri börn .... 

Í morgun fæddist fjórði sonur Fanneyjar og Fjölnis, vinnufélaga míns. Til hamingju - Fanney og Fjölnir !

apríl 05, 2006

Gangur lífsins .... 

Undanfarnar tvær vikur hafa fregnir af dauðsföllum dunið yfir mig. Ekkert beinlínis nákomið, en samt tengt fjölskyldu, vinum eða kunningjum. Tvö banaslys á Kárahnjúkum með stuttu millibili vekja manni líka óhug.
Ljósi punkturinn í þessu öllu er þó sá að í dag bættist lítil stúlka í fjölskylduna, eða öllu heldur fjölskyldu bóndans. Erlingur "Mjallhvítarson" og Inga, konan hans, eignuðust dóttur nr. 2. Til hamingju öll !

apríl 04, 2006

Afrek síðustu daga 

- Mývatnssveit á fimmtudag
- ráðstefna um skógarnytjar
- ferð í jarðböðin
- stutt ferð á Akureyri á föstudag
- ekið austur á föstudagskvöld
- lagnavinna á laugardag, gekk frá netlögnum heima hjá mér þannig að nú eru engar snúrur liggjandi á bak við sófa og skápa.
- sunnudagur, hélt hvíldardaginn heilagan

Ég held ég fari að hætta þessu bloggveseni. Ég nenni þessu ekki lengur. Gleymdi meira að segja 3 ára bloggafmælinu mínu á fimmtudaginn !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?