<$BlogRSDURL$>

maí 13, 2006

Blogger að bögga mig 

..frh.
Ég ætlaði svo að fara að aka heimleiðis, en kom samt við hjá pabba og mömmu, setti upp ljós, tengdi græjur, sjónvarp og skápalýsingu, setti saman hornsófa, sófaborð og þreif mesta óþverrann eftir iðnaðarmennina sem hafa verið að mála og skipta um gólfefni hjá þeim undanfarið. Kom við hjá frumburðinum og hans litlu fjölskyldu, knúsaði ömmustelpuna mína svolítið, hjálpaði þeim að tengja tölvuna við nýfengið ADSL og hélt að því loknu heim á leið.
Bara þó nokkuð !

maí 12, 2006

Vikan liðin.. 

Hviss - bang !!
Vikan bara flogin !

Laugardagur: Yndislegt veður, góðir gestir og toppurinn - frábært matarboð hjá Rannveigu.

Sunnudagur: Hálflasin, reyndi að kenna Rannveigu um, en gekk ekki. Bara einhver pest í mér.

Mánudagur: Lasin, lá heima í rúmi.

Þriðjudagur: Annasamur dagur í vinnunni. Það leysir mig nefnilega enginn af. Það safnast bara upp. Endaði svo á að fara til tannlæknis sem deyfði mig svo hressilega að ég sé mest eftir að láta ekki gera göt í eyrun á mér og setja hring í nefið og efri vörina. Hefði ekki fundið fyrir því ! Svo var það líka mjög sérstakt, að þessa tvo eða þrjá klukkutíma á eftir, sem ég gat alls ekki sagt neitt með "p"- eða "b"-hljóðum, hringdi síminn látlaust og enginn til að svara nema ég !

Miðvikudagur: Langur og erfiður dagur, ófyrirséð vandamál að dúkka upp og þegar ég hætti að vinna var ég enn ekki byrjuð á því sem ég ætlaði að gera. Kom við á kosningaskrifstofu Héraðslistans,uppfærði vefinn og spjallaði aðeins við nýja kosningastjórann.

Fimmtudagur: Dagurinn algjör andstæða síðustu daga. Náði virkilega góðum afköstum í vinnunni og notaði svo nokkra tíma í að prenta út Skerplu - sem sjá má á áðurnefndum Héraðslistavef. Það snjóaði á okkur á heimleiðinni.

Föstudagur:Alhvít jörð í morgun. Þurfti að fara á Norðfjörð á mitt árlega álagsprófunarstefnumót við Björn lækni. Kom vel út. Verð farin að hlaupa maraþon um áttrætt ef ég held svona áfram.
Heilsaði upp á foreldra mína, hitti systur mínar, aðra í vinnnni en hina úti á götu, skoðaði nýja fjölskyldumeðlimi (Salka Sóley-linkurinn hér til hliðar)og var svo stálheppin að fá tíma í klippingu hjá Önnu bróðurdóttur minni, sem er snilldar hárgreiðslukona.

Blogger í fýlu .. 

var búin að skrifa skýrslu vikunnar, en blogger neitaði að vista hana...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?