<$BlogRSDURL$>

maí 29, 2006

Eftir kosningar ! 

Þessar kosningar voru vonbrigði fyrir Héraðslistann, en þó hefur þetta allt sínar skýringar.

 • Persónufylgi fyrrverandi foringja meira en menn héldu.

 • Kjörsókn léleg, margir sem ekki kusu af því þeim líkaði enginn kostur.

 • Mikið af auðum seðlum, fólk sem ekki fann neinn sem þeim líkaði.


 • Annars var helgin bara ágæt. Ég var að vinna í kosningunum, sat í kjörstjórn og talningu, þannig þetta varð eiginlega "all work and no fun" !
  Í gær fór ég niður á firði, ætlaði að klára að tengja ADSL-ið hjá pabba, en því hafði Síminn klúðrað, þannig að enginn DSL-straumur var á línunni. Er búin að vera að argast í þeim í dag til að fá þetta í lag. Búið að taka fáránlega langan tíma.

  Komum við á Eskifirði og heilsuðum upp á litlu fjölskylduna þar. Heiður Ösp hefur ákaflega gaman af því ef einhver nennir að spjalla við hana, skríkir, brosir og hjalar út í eitt. Gerir sér greinilega mannamun, ekki sömu viðbrögðin eftir því hvort það var afi eða amma sem voru að spjalla við hana.

  MIkið að gera í vinnunni þessa viku - en sem betur fer er búið að opna sundlaugina aftur og þangað er ég að fara núna.

  This page is powered by Blogger. Isn't yours?