<$BlogRSDURL$>

júlí 21, 2006

long time no blog 

Það er orðið langt síðan síðast - ýmsar ástæður svo sem. Við höfum undanafarna viku dvalið í sumarbústað í Eyjafirði. Tíminn að mestu notaður í slökun, en þó náðum við góðum sprettum inn á milli. Fórum inn allan Eyjafjörð og út allan Eyjafjörð, fórum alla leið á Siglufjörð. Við fórum í sundlaugar hér og þar, heilsuðum upp á ættingja og vini, fórum meira að segja á ball með Rúna Júl í vélsmiðjunni á Akureyri. Þar hitti ég Þrúði frænku mína og jafnöldru, sem ég hef ekki séð í allmörg ár, þar sem hún er búsett erlendis og kemur sjaldan til landsins. Við fengum að vita að við værum ekkert skemmtilegar, af því við sátum bara og blöðruðum, en okkur fannst við alveg þrælskemmtilegar.
Björninn og Eyjastúlkan eru í Búlgaríu í allt of miklum hita. Litla fjölskyldan er að pakka og búa sig undir flutning til Hafnarfjarðar. Hlakka til að hitta þau því það er orðið allt of langt síðan ég sá litlu snúlluna.
Á meðan við vorum í burtu bjuggu brottfluttir skógarpúkar í húsinu okkar. Það er alveg ljóst að ef eitthvað er að marka gömlu hjátrúna, sem segir að ef þú gleymir einhverju einhvers staðar eigir þú eftir að koma þangað aftur, eiga þessir púkar eftir að koma oft - sem er bara gott.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?