ágúst 04, 2006
Tá, brot og skóleysi
Ég fór í sund í gær og tókst einhvern veginn að reka næstminnstu tána af þvílíku afli í bakkann að í dag er hún blá, bólgin og helaum. Spurning hvort hún er ekki bara brotin. Þetta orsakar aftur það að ég get ekki verið í öðrum skóm en sandölum, sem aftur henta illa til gönguferða, veiðiferða og fjallaferða sem verið var að horfa til um komandi helgi.
Mig vantar þess vegna hugmyndir að skemmmtilegum viðfangsefnum utandyra sem hægt er að stunda á sandölum. Stefnir nefnilega í þokkalegt veður um helgina.
Svo er annað, ég held að allir séu hættir að lesa bloggið mitt og því kannski engar góðar hugmyndir að hafa.
Mig vantar þess vegna hugmyndir að skemmmtilegum viðfangsefnum utandyra sem hægt er að stunda á sandölum. Stefnir nefnilega í þokkalegt veður um helgina.
Svo er annað, ég held að allir séu hættir að lesa bloggið mitt og því kannski engar góðar hugmyndir að hafa.
ágúst 02, 2006
Á leiðinni heim
Í gær vorum við hjónin á leið heim úr vinnunni, aldrei þessu vant samferða en ekki sitt á hvorum bílnum. Þegar við komum upp í götuna okkar, reyndist hún lokuð, þar sem verið var að keyra stóra gröfu niður af enn stærri vörubíl. Bóndinn þurfti að skreppa og hitta mann, þannig að ég fór bara úr bílnum og ætlaði að rölta heim. Rétt um það bil sem ég var að ganga meðfram ferlíkinu, heyrðist ískur og grafan rann til á rampanum, annað beltið hálft út af og minnstu munaði að grafan ylti. Ég sá þann kost vænstan að hlaupa inn á lóðina fyrir neðan, vildi síður þurfa að láta skafa mig upp með kíttisspaða, eins og hvert annað fatlafól. Ég hélt svo áfram heim á leið, en þá hringdi í mig ágætur útvarpsmaður, sem bað mig að koma í þátt í útvarpinu á laugardaginn. Ég var nýsloppin úr bráðri lífshættu, þannig að mér fannst þetta bara ekkert mál og sagði já. Ég fékk hins vegar verulega bakþanka í gærkvöldi, en hef samt ákveðið að standa við orð mín. Verð sum sé í spjallþætti á Rás 1 á laugardagsmorgun kl. 11-12.
ágúst 01, 2006
Fríið búið, allir á haus !
Þá er ágústmánuður upprunninn og ég komin aftur í vinnuna. Mætti reyndar í gær, en bara af því að það var rigning.
Í síðustu viku fór tíminn í að njóta veðurblíðunnar, fá góða gesti og hjálpa til við að þrífa íbúð litlu fjölskyldunnar á Eskifirði, en þau eru núna flutt inn í íbúð sína í Hafnarfirði. Augljóst að ég verð viljugri til að skreppa suður í vetur en undanfarin ár. Björninn og Eyjastúlkan skiluðu sér heim frá Búlgaríu í heilu lagi, en búin að fá nóg af hitanum.
Um helgina dvöldum við hjónin svo í Álftafirði, í boði góðra vina. Þar var tímanum eytt í veiðiskap, steinasöfnun og fleira skemmtilegt. Dásamlegur staður. Það rigndi samt svo mikið á sunnudaginn að útivist var ekki kræsileg, en þá vorum við hvort sem var á heimleið.
Þegar ég var á leið heim úr vinnunni í gær, var verið að fjalla um ránstilraun í Bónusvídeó í Hafnarfirði í útvarpinu. Þar kom fram að annar innbrotsþjófurinn hefði verið vopnaður hamri og ógnað með honum starfsfólki. Dagsrárgerðarmaðurinn var að tala við eigandann og spurði í framhaldi af þessu hvort starfsfólkið hefði hlotið einhver meiðsl. Eigandinn svaraði því til að svo væri ekki, einhverjir væru lemstraðir eftir átök, en aðallega væru menn þó SLEGNIR. Veit ekki með ykkur en mér fannst þetta frekar óheppilegt orðalag í ljósi staðreynda.
Í síðustu viku fór tíminn í að njóta veðurblíðunnar, fá góða gesti og hjálpa til við að þrífa íbúð litlu fjölskyldunnar á Eskifirði, en þau eru núna flutt inn í íbúð sína í Hafnarfirði. Augljóst að ég verð viljugri til að skreppa suður í vetur en undanfarin ár. Björninn og Eyjastúlkan skiluðu sér heim frá Búlgaríu í heilu lagi, en búin að fá nóg af hitanum.
Um helgina dvöldum við hjónin svo í Álftafirði, í boði góðra vina. Þar var tímanum eytt í veiðiskap, steinasöfnun og fleira skemmtilegt. Dásamlegur staður. Það rigndi samt svo mikið á sunnudaginn að útivist var ekki kræsileg, en þá vorum við hvort sem var á heimleið.
Þegar ég var á leið heim úr vinnunni í gær, var verið að fjalla um ránstilraun í Bónusvídeó í Hafnarfirði í útvarpinu. Þar kom fram að annar innbrotsþjófurinn hefði verið vopnaður hamri og ógnað með honum starfsfólki. Dagsrárgerðarmaðurinn var að tala við eigandann og spurði í framhaldi af þessu hvort starfsfólkið hefði hlotið einhver meiðsl. Eigandinn svaraði því til að svo væri ekki, einhverjir væru lemstraðir eftir átök, en aðallega væru menn þó SLEGNIR. Veit ekki með ykkur en mér fannst þetta frekar óheppilegt orðalag í ljósi staðreynda.