<$BlogRSDURL$>

ágúst 06, 2006

Öðruvísi sunnudagur 

Við hjónin fórum á fætur rétt fyrir sex í morgun, tókum til nesti, hlífðarföt, veiðistengur og stígvél og ókum síðan út í Hjaltastaðaþinghá, nánar tiltekið út að Bjarglandsá - til að veiða auðvitað. Fljótlega eftir að við komum út að á fór að rigna, en það gerði svo sem ekkert til. Við fengum ekkert fyrsta klukkutímann, en svo fór veiðin að glæðast, bóndinn fékk einn lax, einn sæmilegan urriða og 3 smærri en ég fékk bara eina bleikju. Missti reyndar vænan urriða, en svona er þetta stundum. Í kvöld steikti ég svo silungana, flökin sett á pönnu með roðið niður, salt, pipar og sítrónusafi yfir. Með þessu borðuðum við glænýjar kartöflur úr garðinum, sósu úr AB-mjólk, söxuðum blaðlauk, tómötum, chili-pipar og sinnepsfræum og kælt hvítvín með. Gerist ekki betra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?