september 09, 2006
Komin heim í skóginn
Ó já, komin heim ! Dvölin á Hvanneyri búin að vera skemmtileg reynsla. Hitti skemmtilegt fólk af ýmsu tagi og á ýmsum aldri. Allt frá ungum bændaskólastrákum sem borða Cocoa Puffs í öll mál, af því það er það eina sem þeir kunna að "elda", eða þá þeir ráða loksins sjálfir hvað þeir borða, upp í gráhærðan, skemmtilegan Skota sem er ekki alveg í takt við tæknina og bendir á tölvuskjáinn sinn í stað þessa að benda á myndina frá skjávarpanum þegar hann er að kenna.
Lagði af stað heim síðdegis í gær í kolvitlausu veðri, roki og rigningu. Gekk ágætlega þar til bíllinn minn fór að hiksta á Öxnadalsheiðinni, kraftlaus, kveikti viðvörunarljós og allt. Las mér til í RFM og ákvað að lúsast áfram. Náði á Akureyri rétt fyrir sex, en þó það væri opið hjá Brimborg, voru samt allir bifvélavirkjar farnir heim. Eldri maður sem þarna vann í afgreiðslunni, bauðst til að kíkja á bílinn og til að gera langa sögu stutta þá reddaði hann málinu snarlega. Eftir hálftíma var búið að gera við bílinn og ég þurfti ekki einu sinni að borga því bílinn er í ábyrgð hjá þeim. Það eru enn til hjálpsamir menn á Íslandi !
Bóndi minn var að þvælast norður í landi að flytja plöntur til skógarbænda. Planið var að hann yrði kominn til Akureyrar undir kvöld og við ætluðum að verða samferða austur. Plönin breyttust þó þannig að hann var ekki kominn til Akureyrar fyrr en kl.2 í nótt og við komum svo heim eftir hádegi í dag.
Mikið svakalega er gott að vera komin heim.
Á morgun ætla ég út í skóg að tína hrútaber.
Lagði af stað heim síðdegis í gær í kolvitlausu veðri, roki og rigningu. Gekk ágætlega þar til bíllinn minn fór að hiksta á Öxnadalsheiðinni, kraftlaus, kveikti viðvörunarljós og allt. Las mér til í RFM og ákvað að lúsast áfram. Náði á Akureyri rétt fyrir sex, en þó það væri opið hjá Brimborg, voru samt allir bifvélavirkjar farnir heim. Eldri maður sem þarna vann í afgreiðslunni, bauðst til að kíkja á bílinn og til að gera langa sögu stutta þá reddaði hann málinu snarlega. Eftir hálftíma var búið að gera við bílinn og ég þurfti ekki einu sinni að borga því bílinn er í ábyrgð hjá þeim. Það eru enn til hjálpsamir menn á Íslandi !
Bóndi minn var að þvælast norður í landi að flytja plöntur til skógarbænda. Planið var að hann yrði kominn til Akureyrar undir kvöld og við ætluðum að verða samferða austur. Plönin breyttust þó þannig að hann var ekki kominn til Akureyrar fyrr en kl.2 í nótt og við komum svo heim eftir hádegi í dag.
Mikið svakalega er gott að vera komin heim.
Á morgun ætla ég út í skóg að tína hrútaber.