september 13, 2006
Tölvulæknar
Við vorum að velta því fyrir okkur í morgun hvað lífið væri miklu auðveldara ef við værum með sambærilega hæfileika og Dagfinnur dýralæknir, en bara gagnvart tölvum en ekki dýrum. Við gætum bara spurt þessar elskur- "hvernig lýsir þetta sér " og fengið svör eins og:
Ég er bara svo lengi í gang á morgnana
Ég hef ekkert úthald, verð alltaf að vera í sambandi
Ég man ekkert stundinni lengur
Þetta er örugglega andlegt, alltaf einhver villa þegar ég vakna
Ég held að það sé eitthvað að netkortinu, á svo erfitt með öll samskipti.
.... og svona mætti lengi telja
Ég er bara svo lengi í gang á morgnana
Ég hef ekkert úthald, verð alltaf að vera í sambandi
Ég man ekkert stundinni lengur
Þetta er örugglega andlegt, alltaf einhver villa þegar ég vakna
Ég held að það sé eitthvað að netkortinu, á svo erfitt með öll samskipti.
.... og svona mætti lengi telja
september 11, 2006
Ellefti september
Hver man ekki hvar hann var staddur fyrir fimm árum ? Ég sat við eldhúsborðið heima hjá mér, var að læra, vinna verkefni eða eitthvað slíkt. Bóndi minn var að bera fúavörn utan á húsið. Það var kveikt á útvarpinu og þar fóru að berast fréttir af undarlegum atburðum vestanhafs. Þegar mér varð ljóst að ekki var um eitt flugslys að ræða, heldur það sem þetta var í raun, kveikti ég á sjónvarpinu og kallaði í bóndann. Hann kom inn, og stóð útataður í fúavörn, með kústann í hendinni í töluverða stund. Það varð lítið úr námi og fúavörn þann daginn.
Ég stóð ekki við að fara að tína hrútaber í gær. Við tíndum hins vegar töluvert af aðalbláberjum og krækiberjum. Hrútaberin eru í heilmiklu magni allt í kringum húsið mitt og ég er að hugsa um að tína fyrst það sem er innan lóðamarkanna hjá mér
Ég stóð ekki við að fara að tína hrútaber í gær. Við tíndum hins vegar töluvert af aðalbláberjum og krækiberjum. Hrútaberin eru í heilmiklu magni allt í kringum húsið mitt og ég er að hugsa um að tína fyrst það sem er innan lóðamarkanna hjá mér