september 27, 2006
Fúsi er lasinn ...
Í gær fór ég með Fúsa minn til Akureyrar í viðgerð. Var skotfljót norður enda lítl sem engin umferð og ekkert sem tafði för. Ég held ég hafi mætt 6 bílum frá Egilsstöðum að Mývatni. Samt þurfti ég tvisvar að bíða við einbreiða brú !! Hverjar ætli líkurnar séu á því ?
Ekki gekk sjúkdómsgreiningin vel, fræðingarnir voru ekki búnir að finna neitt þegar klukkan var að verða sex og ég varð að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Niðurstaðan varð sú að ég skildi Fúsa litla eftir og Brimaborgararnir lánuðu mér litla svarta sítrónu til að keyra á heim og nota meðan Fúsi bíður lagfæringar. Síðustu fréttir herma að bilunin sé fundin, varahluturinn ekki til í landinu, þannig að ég verð án Fúsa fram í næstu viku.
Á leiðinni austur mætti ég a.m.k. 12 stórum flutningabílum, flestir með þunga tengivagna, akandi léttan á Öræfunum. Þakkaði mínum sæla að hafa sloppið lifandi austur, því ég efast um að þeir hefðu tekið eftir því þó þeir hefðu slengt mér út fyrir veg. Fannst stundum að vatnsgusurnar sem buldu á litla svarta Sambó væru nógu öflugar til að feykja okkur út fyrir veg. Kannski kílóin sem hafa bæst á mig síðan ég hætti að reykja hafi skipt þarna sköpum ? Tími til komin að þau nýttust etthvað.
Ekki gekk sjúkdómsgreiningin vel, fræðingarnir voru ekki búnir að finna neitt þegar klukkan var að verða sex og ég varð að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Niðurstaðan varð sú að ég skildi Fúsa litla eftir og Brimaborgararnir lánuðu mér litla svarta sítrónu til að keyra á heim og nota meðan Fúsi bíður lagfæringar. Síðustu fréttir herma að bilunin sé fundin, varahluturinn ekki til í landinu, þannig að ég verð án Fúsa fram í næstu viku.
Á leiðinni austur mætti ég a.m.k. 12 stórum flutningabílum, flestir með þunga tengivagna, akandi léttan á Öræfunum. Þakkaði mínum sæla að hafa sloppið lifandi austur, því ég efast um að þeir hefðu tekið eftir því þó þeir hefðu slengt mér út fyrir veg. Fannst stundum að vatnsgusurnar sem buldu á litla svarta Sambó væru nógu öflugar til að feykja okkur út fyrir veg. Kannski kílóin sem hafa bæst á mig síðan ég hætti að reykja hafi skipt þarna sköpum ? Tími til komin að þau nýttust etthvað.
september 25, 2006
Góð helgi
Það var gaman um helgina. Margt hjálpaðist að.
- Veðrið var bara gott.
- Vinkona mín kom í húsmæðraorlof í skóginn og bjó í bjarnarhýðinu (herbergi bjarnarins).
- Hrútaber voru týnd í stórum stíl.
- Ég og bóndinn fórum á tónleika með Hljómeyki.
- Rakel Karítas (sem býr í næsta húsi) átti 2 ára afmæli og bauð "dódu og gúla í ammæli og gögu".
- Stóri bróðir og hans kona komu í heimsókn.
- Nágrannarnir komu í kaffi og koníak á laugardagskvöldið.
- og það var bara almennt séð gaman að vera hér í "fásinninu" !
Á morgun þarf ég að fara á Akureyri með Fúsa litla til læknis (Fúsi=bíllinn minn, læknir=bifvélavirki). Hann er svo spes að venjulegir sveitalæknar skilja hann ekki (hafa ekki tölvubúnað sem til þarf).
Þangað til næst....
- Veðrið var bara gott.
- Vinkona mín kom í húsmæðraorlof í skóginn og bjó í bjarnarhýðinu (herbergi bjarnarins).
- Hrútaber voru týnd í stórum stíl.
- Ég og bóndinn fórum á tónleika með Hljómeyki.
- Rakel Karítas (sem býr í næsta húsi) átti 2 ára afmæli og bauð "dódu og gúla í ammæli og gögu".
- Stóri bróðir og hans kona komu í heimsókn.
- Nágrannarnir komu í kaffi og koníak á laugardagskvöldið.
- og það var bara almennt séð gaman að vera hér í "fásinninu" !
Á morgun þarf ég að fara á Akureyri með Fúsa litla til læknis (Fúsi=bíllinn minn, læknir=bifvélavirki). Hann er svo spes að venjulegir sveitalæknar skilja hann ekki (hafa ekki tölvubúnað sem til þarf).
Þangað til næst....