<$BlogRSDURL$>

október 06, 2006

Áskorun til Kára kynfræðings !! 

Maður nokkur, sem kallar sig Kára kynfræðing, án þess að hafa nokkra sérmenntun á því sviði, sníkjubloggar grimmt á heimasíðum sómakærra kvenna á besta aldri. Sérstaklega vil ég nefna misnotkun hans á Lötu-Grétu, en þar hefur hann í frammi ýmsar bollaleggingar um tvíræða orðanotkun og fleira í þeim dúr.

Hér með vil ég skora á Kára þennan að setja upp sína eigin bloggsíðu til að miðlun fróðleiks hans nái augum fleiri lesenda og að boðskapur hans, sem væntanlega er byggður á áralangri reynslu, fyrst menntunin er ekki til staðar, berist til allra þeirra sem alltaf hefur þyrst í vitneskjuna en ekki þorað að spyrja.

Býð ég hér með fram tæknilega aðstoð við uppsetningu síðunnar !

Ör(a)sögur 

Nanna skrifar skemmtilega um ör og æskuminningar á blogginu sínu.
Ég er alin upp í allstórum systkinahópi og eitt af því sem mér leiddist þegar ég var krakki var að ég hafði engin ör. Systir mín, ári yngri, var með þrjú ör í andlitinu eftir ýmis áföll, stóri bróðir minn eitt áberandi á kinninni o. s. frv. Sást dálítið hér og þar á okkur öllum, nema mér.
Mín meiðsli voru nefnilega handleggsbrot og annað álíka, sem bara greri og skildi ekki eftir sig nein ytri merki.
Mér hefur hins hefnst fyrir þetta og hef safnað örum um allan skrokk síðan. Andlitið hefur samt sloppið ennþá (7, 9, 13)!!

október 03, 2006

Vinnutörn 

Síðan síðast er ég vægast sagt búin að vera á kafi í vinnu. Var að vinna alla helgina og 12 tíma í gær. Vikan hefur því einfaldlega liðið þannig. Á laugardagskvöldið buðu góðir grannar okkur í mat, sem var hreint dásamlegt.

Ég hefði gjarnan viljað vera í bænum að hjálpa Birninum mínum og Eyjastúlkunni hans að koma sér fyrir í nýju íbúðinni sem þau fengu afhenta á sunnudaginn. En því miður er enn ekki búið að finna upp aðferð til að geta verið á tveim stöðum í einu.

Fúsi, bíllinn minn, er enn á Akureyri, en ég vonast til að fá einhverjar fréttir af honum í dag. Það er komin vika síðan ég fór með hann norður.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?