<$BlogRSDURL$>

nóvember 03, 2006

Ömmuviðbrögð 


Hvað gerir amma ef barnabarnið vantar ullarsokka ? Nú, finnur sér prjóna og ullarband og prjónar sokka á krílið ! Nema hvað ?

Heiður Ösp er líka orðin 8 mánaða !

nóvember 01, 2006

Á uppleið 

Ég fór í sund í dag eftir rúmlega tveggja vikna hlé vegna veikinda. Synti að vísu frekar lítið, enda ennþá slöpp eftir veikindin. Eyddi í staðinn heldur lengri tíma í heita pottinum. Þar sem ég lá í makindum mínum, uppgötvaði ég eitt. Síðan ég fór að fara reglulega í sund, horfi ég upp til himins í smástund á hverjum degi. Ég held það hljóti að vera hollt fyrir sálina.
Ég hef líka verið að dunda við að mála forstofuna heima hjá mér og taka til í einhverjum hirslum sem ekki hefur verið hreyft við lengi. Undarlegustu hlutir hafa dottið upp í hendurnar á mér við þessa iðju.
Sem dæmi má nefna:
- Tvær gallaðar sálmabækur merktar Vallaneskirkju.
- Tölvuspil af gömlu gerðinni, einhvers konar golfspil.
- Vasaskáktölva.
- Púsl af Evrópu frá því fyrir 1980
- Íþróttatreyja merkt einhverjum Einari, sem ég kannast ekkert við.
- Hálfsaumaður dúkur sem ég byrjaði á einhvern tíma milli 1986 og 1990.
- Ennþá eldri Rýjamotta, ókláruð og garnið sem notað var ófáanlegt.

Ég er enn ekki búin að ákveða hvort ég hendi einhverju af þessu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?