nóvember 08, 2006
Myrkraverk
Ég stend í ýmsum lagfæringum heima hjá mér þessa dagana. Í gærkvöldi var ég ein heima og var að mála eitt herbergið í húsinu. Var búin að líma á kanta, taka burt allar rafmagnsdósir, spasla og pússa og nú var komið að því að rúlla yfir fyrstu umferðina. Byrjaði á loftinu og það gekk fljótt og vel, svo ég tók veggina í beinu framhaldi. Þá tókst ekki betur til en svo að smá dropi úr málningarrúllunni hefur trúlega sullast inn í rafmagnsdós, þannig að lekarofinn fyrir húsið sló út. Húsið mitt stendur innst í götunni, þannig að ekkert ljós er bak við húsið, en þangað vísar einmitt glugginn á þessu herbergi.
Ég stóð sem sagt þarna með blauta málningarrúllu í höndunum í svarta myrkri, vissi af málningarbakkanum, tröppunni og fleira dóti á gólfinu og þurfti nú að leysa það verkefni blindandi að koma rúllunni í bakkann, án þess að hella niður, slasa mig eða skandalisera á annan hátt.
Þetta tókst. Ég náði síðan að fikra mig fram að dyrum og opna þær, komast fram í eldhús og finna símann, sem aftur var nóg ljós af til að komast að rafmagnstöflunni og slá rofanum inn.
Núna veit ég hvernig blindu fólki líður.
Ég stóð sem sagt þarna með blauta málningarrúllu í höndunum í svarta myrkri, vissi af málningarbakkanum, tröppunni og fleira dóti á gólfinu og þurfti nú að leysa það verkefni blindandi að koma rúllunni í bakkann, án þess að hella niður, slasa mig eða skandalisera á annan hátt.
Þetta tókst. Ég náði síðan að fikra mig fram að dyrum og opna þær, komast fram í eldhús og finna símann, sem aftur var nóg ljós af til að komast að rafmagnstöflunni og slá rofanum inn.
Núna veit ég hvernig blindu fólki líður.