<$BlogRSDURL$>

janúar 02, 2007

.. og svo.. 

Á gamlárskvöld vorum við í Hafnarfirðinum og satt best að segja fannst mér ágætt að hafa Heiði Ösp sem afsökun fyrir því að vera innan dyra. Hún var hins vegar hin brattasta, galaði "datt" þegar hún heyrði hvellina og góndi heilluð á ljósadýrðina.

Í gær, nýársdag, var svo enn eitt matarboðið, í þetta skiptið í Hamrahlíðinni.

Við keyrðum af stað austur um níu-leytið í morgun. Rétt austan við Þorvaldseyri ókum við fram á hóp af ungu fólki í vegkantinum, nýskriðin út úr Lödu Sport sem hafði snúist í hálkunni og farið heila veltu og endað á hjólunum í vegskurði. Sem betur fer höfðu áu öll verið í beltum og voru nánast ómeidd, en í talsverðu uppnámi eins og skiljanlegt var. Við gerðum það sem við gátum til að láta þeim líða betur, en þegar búið var að ná sambandi við lögreglu, bændur á Þorvaldseyri komnir á staðinn á stórum bíl og traktor, héldum við áfram för okkar.

Við rákumst á bróður minn, sem reyndar á afmæli í dag. Hann ók á undan okkur frá Vík í Kirkjubæjarklaustur án þess að fatta að hann hafði ekið fram úr okkur rétt fyrir ofan Vík.

Við komum aðeins við í húsi þar sem alltaf er lakkríslykt, drukkum kaffi og spjölluðum smástund og ókum svo heim.

Rétt eftir að við komum heim, kom Sissa nágranni okkar og bauð okkur í hangikjöt - sem við þáðum með þökkum.

Á morgun ætla ég að elda fisk !

Gleðilegt ár ! 

Þökk fyrir gamla árið !
Þar sem síðasta færsla var skrifuð á aðfangadag, kemur hér stutt yfirlit síðan þá:
Jóladagur: Messa í Vallanesi, kvöldverður hjá tengdaforeldrunum á Egilsstöðum - með tilheyrandi spilamennsku.
Annar jóladagur: Heima í leti.
27: Ekið suður, Björninn keyrður til Þorlákshafnar og svo ekið til Höfuðborgarinnar. Aðeins skroppið í Hafnarfjörðinn að heilsa upp á á Frumburðinn og fjölskyldu hans.
28: Bóndinn að vinna, hittingur hjá saumaklúbbnum, forsýning á "Ófagra veröld" í Borgarleikhúsinu og heimsókn í Hamrahlíðina.
29: Búðarráp, ættarmót óskyldra í Mosó - bara skemmtilegt !
30: Hafnarfjörður og Hallormsstaðapartý í Kópavogi.

...frh. síðar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?