<$BlogRSDURL$>

janúar 26, 2007

Grænsíða opnuð ! 

Í gær var vefsíðan Grænsíða formlega opnuð. Þetta er verkefni sem við Fjölnir erum búin að vera að vinna í nokkuð lengi.

Síðan er ekki merkileg svona að ytra útliti, en megintilgangur henar er skráningarkerfi fyrir greiningar, áætlanir og framkvæmdir á vegum skógareigenda. Kerfið er líka tengt miðlægum landupplýsingagrunni, þar sem geymd eru kortagögn, loftmyndir og tengdar skráningar.

Þesssu verki er ekki lokið en síðustu vikur hef ég verið að vinna í að flytja eldri gögn inn í grunninn fyrir Héraðsskóga.
Hér er sýnishorn af því hvernig gögnin koma út úr kerfinu. Það sem þið sjáið er gróðursetningaráætlun, þar sem hver litur táknar ákveðna trjátegund.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?