febrúar 10, 2007
Farin og komin aftur....
Ég er búin að heimsækja þó nokkur kjördæmi undanfarna daga, verst að ég er ekki í framboði. Hefði getað slegið öllum hinum við með hraðri yfirreið. Flaug til höfuðborgarinnar á miðvikudag, viðkoma í Hafnarfirði en farið á Selfoss um kvöldið, Mosó á fimmtudagskvöld, Hvanneyri í gær og heim aftur í gærkvöldi. Algjört hvissbang ferðalag, enda bara verið að vinna. Fór ekki í neina búð nema sjoppuna í Borgarnesi á leið heim frá Hvanneyri og það var ekki ég sem réði því, heldur sá ágæti maður sem ég fékk far með uppeftir.
Það sem vakti athygli mína í borginni var svifrykið. Þið borgarbúar megið þakka fyrir að það er vindur flesta daga ársins, annars væruð þið öll illa haldin af lungnasjúkdómum af völdum svifryksins. Og Hvalfjarðargöngin, þar ætti að setja upp mengunarviðvörun. Þar inni var hreinlega dimmt af ryki og útblæstri, meira segja rétt upp úr átta á föstudagsmorgninum.
Í dag hef ég verið heima og andað að mér hreina loftinu í skóginum !
Og litli frændi hefur hlotið nafnið Haraldur Einar Hjálmarsson, stórt nafn á stóran dreng !
Það sem vakti athygli mína í borginni var svifrykið. Þið borgarbúar megið þakka fyrir að það er vindur flesta daga ársins, annars væruð þið öll illa haldin af lungnasjúkdómum af völdum svifryksins. Og Hvalfjarðargöngin, þar ætti að setja upp mengunarviðvörun. Þar inni var hreinlega dimmt af ryki og útblæstri, meira segja rétt upp úr átta á föstudagsmorgninum.
Í dag hef ég verið heima og andað að mér hreina loftinu í skóginum !
Og litli frændi hefur hlotið nafnið Haraldur Einar Hjálmarsson, stórt nafn á stóran dreng !