febrúar 19, 2007
Hvenær drepur maður mann.....
Ef ég færi inn á landareign annars manns, fjarlægði eða eyðilegði eigur hans, án þess svo mikið að tala við hann áður, hvað yrði gert við mig ? Trúlega yrði ég handtekin, færð til yfirheyrslu og jafnvel látin sæta gæsluvarðhaldi meðan verið væri að rannsaka málið og hafa upp á því sem ég hefði í óleyfi fjarlægt af landareigninni. Gilda aðrar reglur þegar um er að ræða fyrirtæki í eigu bæjarstjóra sveitarfélags, sem auðvitað er ráðið til verksins af bæjarstjóranum og eignirnar eru tré en ekki fasteignir ? Tré, sem voru fjarlægð án vitundar eiganda ? Það að fjarlægja eitthvað án leyfis og vitundar eiganda, hefur fram að þessu verið skilgreint sem þjófnaður ! En það getur svo sem verið að það hyski sem hér um ræðir, lúti öðrum lögum en aðrir í þessu landi !