febrúar 25, 2007
Hverjum er ekki sama ?
Mbl.is og Stöð 2 hafa í dag ástundað það sem ég vil kalla fréttasköpun. Ferlið er sem hér segir:
Jakob F. Magnússon !!! Hverjum er ekki sama. Reyndar finnst mér persónulega að Samfylkingin sé heldur skárri fyrir bragðið.
- Egill hinn silfraði skúbbar með því að fá einhvern, sem er á lista eða ekki á lista Samfylkingarinnar, til að segja frá því að sá hinn sami sé búinn að segja sig úr Samfylkingunni.
- Frétt með mynd af viðkomandi er síðan birt á mbl.is.
- Loks kemur stórfrétt í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Jakob F. Magnússon !!! Hverjum er ekki sama. Reyndar finnst mér persónulega að Samfylkingin sé heldur skárri fyrir bragðið.