febrúar 19, 2007
Hvernig flytja má eldavél.....
Ég las brot úr óútgefinni bók föður míns um helgina. Sú frásögn fjallaði um hvernig ekkja nokkur flutti eldavél, sem henni var gefin, milli bæja. Þetta var þungur gripur, ekki hægt að koma honum upp á hest, né bera hann á bakinu. Ekkjan dó þó ekki ráðalaus, heldur gekk þannig frá vélinni að þægilegt var að velta henni og lét síðan þau af börnunum sem ekki nýttust til annarra starfa sökum ungs aldurs, dunda sér við að velta henni þessa kílómetra sem voru milli bæjanna.
"Sumarið sem ég var að velta eldavélinni" - hljómar svolítið sérkennilega.
"Sumarið sem ég var að velta eldavélinni" - hljómar svolítið sérkennilega.