febrúar 21, 2007
Norðaustan og éljagangur
Veðrið hefur aldeilis breyst, norðaustan steyta og snjókoma af og til og einmitt í dag þegar litskrúðugir hópar ferðast milli fyrirtækja, syngja og fá að launum eitthvað smálegt. Eins og veðrið er búið að vera ágætt undanfarið.
Verst að einhvers staðar segir að öskudagur eigi 18 bræður - þá fer ekki að hlýna aftur fyrr en í mars og þá er ég hvort eð er að fara á hlýrri slóðir.
Best að halda áfram að vinna meðan engir sjóræningjar, nornir, perrar eða prinsessur koma og trufla mig. En, það hefur engin Silvía Nótt komið í ár - skrítið !
Verst að einhvers staðar segir að öskudagur eigi 18 bræður - þá fer ekki að hlýna aftur fyrr en í mars og þá er ég hvort eð er að fara á hlýrri slóðir.
Best að halda áfram að vinna meðan engir sjóræningjar, nornir, perrar eða prinsessur koma og trufla mig. En, það hefur engin Silvía Nótt komið í ár - skrítið !