febrúar 07, 2007
Skrautleg vika
Síðasta vika hefur verið annasöm og skrautleg á margan hátt. Flest af því hefur verið þess eðlis að ekki hefur mátt tala mikið um það opinberlega og ég því tekið þann kostinn að þegja. Veikindi litla frænda míns þar með talin, en núna má tala um það því þau eru að koma með piltinn austur í dag. Ég er hins vegar að fara suður í dag, í vinnuferð. Fyrst Selfoss og síðan Hvanneyri. Annað sem ekki mátti tala um eru fyrirhugaðar breytingar í fyrirtæki því sem bóndi minn er framkvæmdastjóri fyrir. Þær breytingar voru formlega samþykktar í gær og verða væntanlega afgreiddar á aðalfundi í næstu viku. Best að segja sem minnst fyrr en þá. Það skal tekið fram að við hjónin eigum hlut í þessu fyrirtæki og ég sit í stjórn fyrir okkar hönd.
Það sem alveg má tala um er Þorrablót Valla og Skóga sem haldið var á föstudagskvöldið síðasta. Alveg dýrðleg samkoma ! Gert var grín að sveitungunum, etið, drukkið, dansað og sungið eins lengi og nokkur nennti. Þorrablót hafa oft verið lengri, en ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan 7 um morguninn.
Söngstjórinn og söngstjórafrúin dvöldu hjá okkur um helgina og var það enn til að auka á skemmtilegheitin. Ekki spillti svo Sólarkaffið hjá Elínu og Steina á sunnudag.
Nú er best að fara að vinna !
Það sem alveg má tala um er Þorrablót Valla og Skóga sem haldið var á föstudagskvöldið síðasta. Alveg dýrðleg samkoma ! Gert var grín að sveitungunum, etið, drukkið, dansað og sungið eins lengi og nokkur nennti. Þorrablót hafa oft verið lengri, en ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan 7 um morguninn.
Söngstjórinn og söngstjórafrúin dvöldu hjá okkur um helgina og var það enn til að auka á skemmtilegheitin. Ekki spillti svo Sólarkaffið hjá Elínu og Steina á sunnudag.
Nú er best að fara að vinna !