mars 09, 2007
Hvað er menning !
Konráð hinn kynlegi skrifar pistil um austurland í dag. Venjulega finnst mér Konni hafa nokkuð til síns máls og setja fram nýjar hliðar á ýmsu. En nú finnst mér sá hinn ágæti maður vera farinn að tala í svipuðum tón og Gunnar Birgisson. Hvað á maður sem býr í höfuðborginni með að halda því fram að það sé ekkert að gerast á austurlandi nema framkvæmdir ? Þú ættir að vita betur, kæri Konni, en að endurtaka það sem heyrist og sést í fjölmiðlum sem einhvern endanlegan sannleika. Þetta er nefnilega eins og með íþróttafréttamennina og Vasa-gönguna. Þar sem verið er að byggja upp á jákvæðan hátt og án allrar æsifréttamennsku er yfirleitt ekki nefnt í fjölmiðlum. Vissulega hefur verið mikill uppgangur hér undanfarið og ekki bara í kringum álver og virkjun. Ég vil líka meina, Konni minn, að það sé ekkert að okkar harmonikku- karlakóra-, þorrablóta-, landsbyggðarmenningu ! Menning er allt sem fólk gerir !
Flokkast það ekki undir menningu að eyða árum í að búa til listaverk úr grjóti til að setja á arininn hjá sér, eða koma saman sér til skemmtunar, semja ljóð eða rækta skóg ! Er ekkert skapandi að byggja upp gróðrarstöðvar, rækta landið, efla skóla og stofnanir til að skapa börnunum okkar betra líf. Það er menning líka?
Menning er ekki bara eitthvert listasnobb sem hefur lítið gildi nema fyrir örfáa einstaklinga. Menning er allt sem fólk gerir, hvort sem það tilheyrir listum, daglegu lífi eða starfi. Og hana nú !
Flokkast það ekki undir menningu að eyða árum í að búa til listaverk úr grjóti til að setja á arininn hjá sér, eða koma saman sér til skemmtunar, semja ljóð eða rækta skóg ! Er ekkert skapandi að byggja upp gróðrarstöðvar, rækta landið, efla skóla og stofnanir til að skapa börnunum okkar betra líf. Það er menning líka?
Menning er ekki bara eitthvert listasnobb sem hefur lítið gildi nema fyrir örfáa einstaklinga. Menning er allt sem fólk gerir, hvort sem það tilheyrir listum, daglegu lífi eða starfi. Og hana nú !