<$BlogRSDURL$>

mars 09, 2007

Hve lengi er tíminn að líða ... 

Í haust pöntuðum við hjónin okkur ferð á hlýjan og sólríkan stað, ásamt Rannveigu "Lötu-Grétu" vinkonu okkar. Þá fannst mér þetta svo óralangt í burtu, en svo er þetta bara að bresta á. Við förum í næstu viku. Það er full þörf á þessari ferð, því við höfum öll unnið mikið undanfarið og eigum sannarlega skilið að fá nokkra náðuga daga í sól og hita.
Það er smámisskilningur í gangi milli Lötu-Grétu og okkar. Við höldum því fram að hún fari með sem "stuepige" fyrir okkur. Sjái um innkaup, færa okkur morgunmatinn í rúmið og alla svona helstu þjónustu. Hún ætlar hins vegar að haga sér eins og táningur, liggja í leti með mp3-spilarann á fullu, kvarta sáran ef enginn tínir upp spjarirnar hennar, skolar sundbolinn eða tekur til hjá henni.
Við verðum að fara að finna einhvern milliveg þarna ef ekki á að fara illa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?