mars 01, 2007
Komin á lappirnar
Ömmustelpan mín, hún Heiður Ösp, stækkar og þroskast hratt. Móðir hennar náði mynd af henni þar sem hún var staðin á fætur við stofuborðið og ætlar greinilega að ná ýmsu sem hefur fram að þessu verið utan seilingar. Á laugardaginn verður hún svo ársgömul.
Mikið líður tíminn hratt !
Ég kemst því miður ekki suður á afmælisdaginn hennar en þar sem við hjónin ásamt Lötu-Grétu, erum að fara á sólarstrendur eftir 2 vikur, náum við að kíkja á litlu fjölskylduna áður en allt of langt um líður. Ætli ungfrúin verði ekki bara farin að ganga óstudd þá. Kæmi mér ekki á óvart.