maí 15, 2007
Ég lifi....
Nei, ég er hvorki dauð né alltaf í boltanum. Bara búið að vera töluvert að gera og ég haldin bloggleti. Nenni ekki að skrifa um pólitík, veðrið hefur ekki verið frásagnarhæft, því ein af ástæðunum fyrir því að margir halda að það sé alltaf gott veður fyrir austan, er sú að við höfum vit á að þegja yfir vondu veðri en láta alla vita af góða veðrinu.
Ég var í kjörstjórn og ríkissjónvarpið sá meira að segja ástæðu til að sýna hvað ég var virðuleg í embættinu (í fréttunum í gær).
Ég fór á ráðstefnu í Reykjavík á föstudaginn, flutti þar stuttan fyrirlestur og fræddist mikið af fyrirlestrum annarra.
Ég varð líka svo fræg að berja Risessuna augum, þar sem hún sprangaði um götur borgarinnar. Skemmtilegt framtak.
Strákarnir mínir kláruðu prófin sín með sóma og geta borið höfuðið hátt - ég er alveg rígmontin af þeim. Þeir eru svo báðir komnir á fullt í vinnu, frumburðurinn í Hafnarfirði en Björninn minn norður í Skagafirði.
Ætla að gera lokatilraun til að halda blogginu gangandi. Ef ég sofna verður það sennilega svefninn langi.
Ég var í kjörstjórn og ríkissjónvarpið sá meira að segja ástæðu til að sýna hvað ég var virðuleg í embættinu (í fréttunum í gær).
Ég fór á ráðstefnu í Reykjavík á föstudaginn, flutti þar stuttan fyrirlestur og fræddist mikið af fyrirlestrum annarra.
Ég varð líka svo fræg að berja Risessuna augum, þar sem hún sprangaði um götur borgarinnar. Skemmtilegt framtak.
Strákarnir mínir kláruðu prófin sín með sóma og geta borið höfuðið hátt - ég er alveg rígmontin af þeim. Þeir eru svo báðir komnir á fullt í vinnu, frumburðurinn í Hafnarfirði en Björninn minn norður í Skagafirði.
Ætla að gera lokatilraun til að halda blogginu gangandi. Ef ég sofna verður það sennilega svefninn langi.