<$BlogRSDURL$>

júní 08, 2007

Af vatnsmálum og grilli 

Í gærkvöldi hélt bóndi minn áfram að moka. Nágranni okkar kom og hjálpaði honum, en ég tók tæplega 3ja ára dóttur hans að mér á meðan. Býsna skelegg og skemmtileg stúlka. Vatnið komst í lag og nú á bara eftir að fylla upp í holuna og ganga frá aftur.
Grillið er hins vegar óþrifið enn - Lata Gréta ætlar að fresta för sinni á Hallormsstað til morguns, þykist vera að fara í brýnum erindagjörðum í RL-búðina á Akureyri. Getur verið að það standi í einhverju sambandi við þetta óþverraverk sem stendur fyrir dyrum ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?