<$BlogRSDURL$>

janúar 14, 2007

Hugleiðing um prófkjör, kjördæmi og framsóknarmenn 

Nú hafa allir fjórflokkarnir haldið einhvers konar forval eða prófkjör til að raða sínu fólki á lista í mínu kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Niðurstöður komu mismunandi mikið á óvart.
Sjálfstæðismenn komu ekki á óvart, allt eftir bókinni þar. Skiptir mig ekki miklu máli, en þeir hafa þó austfirðing í öðru sæti.
Samfylkingin, tjah, hvað skal segja. A.m.k. fannst mér niðurstaðan ekki nógu góð. Eini austfirðingurinn sem líklegur er til að komast á þing af þeim lista, er ekki hátt skrifaður í mínum huga.
Vinstrigrænir voru ekkert að breyta of miklu, enda í eðli sínu svolítið íhaldssamir. Austfirðingurinn á þeim lista er ágætis kona af Héraði og gæti orðið eini fulltrúi okkar á þingi, því framsóknarmenn ætla ekki að hafa neinn Héraðsmann á sínum lista, þrátt fyrir að fylgi austfirðinga við framsóknarflokkinn hafi alltaf verið mikið og öruggt. Ég held að austfirskir framsóknarmenn hljóti að hugsa sig um núna. Er þetta ekki hrein móðgun við þá !
Og með fullri virðingu fyrir drengnum í 5. sæti, þá hef ég ekki neina trú á að hann hafi nægilegt persónufylgi til að skipta sköpum. Svo er heldur ekki langt síðan hann var bendlaður við Samfylkinguna, en framsóknargenin láta ekki bæla sig svo auðveldlega.

Það verður að nota útlokunaraðferðina í kjörklefanum í ár. Nema Frjálslyndi flokkurinn komi með einhvern súper-kandídat !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?