mars 03, 2007
Hún á afmæli í dag !!!
Svona leit Heiður Ösp út fyrir ári síðan. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan, hefur hún breyst svolítið á þessu ári.
Til hamingju með daginn, litla stelpa !
Til hamingju með daginn, litla stelpa !
mars 01, 2007
Komin á lappirnar
Ömmustelpan mín, hún Heiður Ösp, stækkar og þroskast hratt. Móðir hennar náði mynd af henni þar sem hún var staðin á fætur við stofuborðið og ætlar greinilega að ná ýmsu sem hefur fram að þessu verið utan seilingar. Á laugardaginn verður hún svo ársgömul.
Mikið líður tíminn hratt !
Ég kemst því miður ekki suður á afmælisdaginn hennar en þar sem við hjónin ásamt Lötu-Grétu, erum að fara á sólarstrendur eftir 2 vikur, náum við að kíkja á litlu fjölskylduna áður en allt of langt um líður. Ætli ungfrúin verði ekki bara farin að ganga óstudd þá. Kæmi mér ekki á óvart.
febrúar 26, 2007
Litli/stóri frændi
Stal þessari mynd af Halla litla, Haraldi Einari, af bloggsíðu mömmunnar. Þori að veðja að hann á eftir að vaxa foreldrunum yfir höfuð.
febrúar 25, 2007
Hverjum er ekki sama ?
Mbl.is og Stöð 2 hafa í dag ástundað það sem ég vil kalla fréttasköpun. Ferlið er sem hér segir:
Jakob F. Magnússon !!! Hverjum er ekki sama. Reyndar finnst mér persónulega að Samfylkingin sé heldur skárri fyrir bragðið.
- Egill hinn silfraði skúbbar með því að fá einhvern, sem er á lista eða ekki á lista Samfylkingarinnar, til að segja frá því að sá hinn sami sé búinn að segja sig úr Samfylkingunni.
- Frétt með mynd af viðkomandi er síðan birt á mbl.is.
- Loks kemur stórfrétt í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Jakob F. Magnússon !!! Hverjum er ekki sama. Reyndar finnst mér persónulega að Samfylkingin sé heldur skárri fyrir bragðið.