<$BlogRSDURL$>

mars 16, 2007

Komin i sol 

Tenerife er dasamleg. Vedrid gott, ekki of heitt, en sol og blida. Rannveig saemileg thaeg enntha.
Kvedja ur solinni

mars 15, 2007

Úr snjó í sól 

Jæja, í dag er komið að brottför. Í kvöld verðum við komin til Tenerife ef allt gengur að óskum.
Óljóst hvort eitthvað verður bloggað þaðan.

Og svo:

Til hamingju með daginn, Magga mín !

mars 13, 2007

Afmælisdagar í röðum 

Það er einkennilegt hvernig afmælisdagar raðast í fjölskyldum og hvernig sumar vikur eru alveg lausar við afmælisdaga vina og ættingja en aðrar þéttsetnar. Í dag er fyrsti dagurinn í svona tímabili hjá mér.
Í dag, 13., á Stella mágkona mín afmæli, Elfa Margrét bróðurdóttir bóndans (og svo hann Bjarni Þór Danaprins).
Á morgun, 14., Inga, kona Erlings systursonar bóndans.
15. á Magga mágkona afmæli - meira að segja hálfrar aldar afmæli.
16. á Gimmi mágur afmæli
17. á Björninn minn afmæli

Þar sem ég verð hvergi nærri þeim, óska ég öllum til hamingju hér og nú !

mars 11, 2007

Slyddu-hugsanir 

Þar sem ég lúri uppi í sófa, með fartölvuna í fanginu, hlustandi á slydduna og rokið lemja glugga og þak, get ég ekki annað en brosað út í bæði.

Eftir 4 daga verð ég á leið til Tenerife laus við alla slyddu í 2 vikur !

Ég skrepp núna og klára að strauja þunnu hörskyrtuna mína og brosi út í bæði á meðan.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?