<$BlogRSDURL$>

apríl 04, 2007

Jæja þá, ég er komin heim ! 

Ég er búin að vera á kafi í öllu mögulegu síðan ég kom heim. Skruppum í 120 (2x60) ára afmæli hjá heiðurhjónunum á Kerhömrum - veislan var reyndar á Djúpavogi - en þetta var skemmtilegt afmæli.

Svo er vinnan mín er eins og óhreinindi, hleypur ekkert burtu þó maður skreppi frá í 2-3 vikur. Enginn sem leysir mig af, byrjaði bara þar sem frá var horfið 13. mars.
En nú er komið páskafrí, frumburðurinn kominn heim og er þessa stundina að sækja konu sína og dóttur á flugvöllinn. Þau ætla að vera hérna hjá okkur næstu daga og það verður sko ekki leiðinlegt ! Amma og afi geta varla beðið !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?