<$BlogRSDURL$>

apríl 25, 2007

Bloggleti 

Ég nenni ekki að blogga þessa dagana. Það eru alls konar atburðir í gangi í kringum mig eins og alltaf er. Ég var að panta mér bíl og bóndinn seldi gamla Volvoinn, eða réttara sagt: Ég seldi gamla Volvoinn fyrir hann.

Vorið er að koma, fuglarnir farnir að vekja mann á morgnana. Búin að grilla einu sinni og hvaðeina. Ekki það, við grillum iðulega á veturna, aðventugrillveislur eru skemmtilegar.

Það eru líka að koma kosningar en vandinn er sá að ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Ég veit nokkurn veginn hvað ég ætla ekki að kjósa, en það er kannski ekki nóg.

Í vinnunni er nóg af verkefnum. Í síðustu viku fór ég norður á Akureyri og hélt fyrirlestur á ráðstefnu LÍSA-samtakanna um Grænsíðu-verkefnið. Það var um það talað að setja fyrirlestrana á netið, en ég veit ekki hvort þeir eru komnir inn.

Í maí verðum við svo á ráðstefnu í Reykjavík með svipaða kynningu, veit ekki hvort ég verð með fyrirlesturinn eða Fjölnir, en við verðum alla vega bæði þarna til að svara fyrirspurnum.

Mér leiðist sem sé ekkert - það er ekki þess vegna sem ég nenni ekki að blogga.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?