<$BlogRSDURL$>

maí 28, 2007

Hvítasunnublogg 

Ég hef verið heima hjá mér um helgina og þeir bóndi minn og björninn hafa verið hér líka. Þeir hafa ekki getað stillt sig um að vinna svolítið og ég ekki heldur. Munurinn er bara sá að ég ligg uppi í sófa með fartölvuna mína og bý til heimasíðu meðan þeir stússast uppi á fjöllum í vegagerð eða í gróðrarstöð að hugsa um plöntur, húsbyggingar og peninga.
Heimasíðan sem ég er að gera er sú fyrsta sem ég set upp í Joomla-vefumsjónarkerfi. Tjörvi tók mig í "lynkurs" í fræðunum á föstudag og svo hef ég legið yfir þessu meira og minna um helgina. Síðan er ekki formlega komin í loftið enn, enda ekki búið að tengja endanlegt lén við hana. En ef þið hafið áhuga á að skoða, er hún vistuð hér. Það á eftir að setja inn töluvert af efni, en ramminn að mestu leyti kominn. Öll uppbyggileg gagnrýni er vel þegin, en ég frábið mér alla neikvæða umfjöllun.
Ef þið hins vegar heillist alveg af þessari snilld, get ég útvegað ykkur síðu af þessu tagi fyrir sanngjarna upphæð.
Um næstu helgi ætla ég að fara með bónda mínum vestur á Ísafjörð. Vænti ég þess að vestfirðir skarti sínu fegursta veðri og umhverfi, þar sem þetta verður aðeins í annað skipti á minni ævi sem ég kem þangað vestur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?