júní 08, 2007
Af vatnsmálum og grilli
Í gærkvöldi hélt bóndi minn áfram að moka. Nágranni okkar kom og hjálpaði honum, en ég tók tæplega 3ja ára dóttur hans að mér á meðan. Býsna skelegg og skemmtileg stúlka. Vatnið komst í lag og nú á bara eftir að fylla upp í holuna og ganga frá aftur.
Grillið er hins vegar óþrifið enn - Lata Gréta ætlar að fresta för sinni á Hallormsstað til morguns, þykist vera að fara í brýnum erindagjörðum í RL-búðina á Akureyri. Getur verið að það standi í einhverju sambandi við þetta óþverraverk sem stendur fyrir dyrum ?
Grillið er hins vegar óþrifið enn - Lata Gréta ætlar að fresta för sinni á Hallormsstað til morguns, þykist vera að fara í brýnum erindagjörðum í RL-búðina á Akureyri. Getur verið að það standi í einhverju sambandi við þetta óþverraverk sem stendur fyrir dyrum ?
júní 06, 2007
Þrennt í einu
Það er stundum sagt að óhöpp komi oft þrjú saman. Það var alla vega það sem gerðist hjá mér í dag eftir að ég kom heim úr vinnunni. Við bakdyrnar hjá mér var heilmikill vatnselgur, sem reyndist koma undan einni hellunni í stéttinni. Sennilega bilaður stoppkrani þarna niðri og næstu kvöld fara í að grafa, finna lekann og gera við. Þar sem veðrið var gott, ákvað ég að grilla kjúklingabringur sem ég átti í ísskápnum, eitt af því fáa sem fékkst í kaupfélaginu í gær. Þegar ég opnaði pakkann, var lyktin viðbjóðsleg, þær voru dragúldnar - sennilega afleiðing af vatnsleysi og skorti á kælingu í versluninni í gær. Nema hvað, þær fóru beint út í tunnu. Ég var auðvitað búin að kveikja á grillinu þegar þetta var, kartöflurnar komnar út og allt tilbúið fyrir kjötið. Ég tafðist dálítið yfir ónýta kjötinu og við að horfa á bóndann moka stóra holu við útidyrnar, þannig að þegar ég kom út og ætlaði að fara að slökkva á grillinu, þar sem ekkert var kjötið til að grilla, skíðlogaði í öllu þar úti. Það þarf því ekki bara að moka holu og finna leka, heldur er töluvert verk framundan við að þrífa sót af grillinu.
Vona að það séu ekki 3x3 í dæminu.
Vona að það séu ekki 3x3 í dæminu.
júní 04, 2007
Ferð á Vestfirði
Vestfirðirnir skörtuðu sínu fegursta þann tíma sem við dvöldum þar. Sól og blíða allan tímann. Þeir sögðu líka vestfirðingarnir að á sumrin væri alltaf sól og logn, nema hvað tíunda hvern dag rigndi milli 1 og 4 á nóttunni.
Við fundum reyndar út að stundum fer lognið dálítið hratt hjá þeim.
Við lentum sem sé á Ísafjarðarflugvelli á fimmtudagskvöldi. Lítið gert annað en að borða og kíkja smá á Langa Manga, þar sem reykingamennirnir sátu og nýttu síðasta sénsinn. Föstudeginum eyddi ég í bæjarráp fyrripartinn og vinnu seinni partinn. Um kvöldið heimsóttum við vini okkar til margra ára, sem búa þarna vesturfrá. Þau buðu okkur í bíltúr á Suðureyri og Flateyri. Frábært veður og fallegt að sjá firðina spegilslétta í kvöldsólinni.
Á laugardaginn fórum við þrjár saman í sund á Suðureyri, síðan fór allur hópurinn í skoðunarferð inn í Tungudal, Seljalandsdal, Bolungavík og Ósvör. Loks var farið í Neðstakaupstað og þar biðu okkar alls kyns kræsingar.
Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður og ball á eftir. Það var búið klukkan eitt um nóttina. Þá fengum við nokkur þá brjáluðu hugmynd að fara á sjómannadagsball í Bolungavík, sem við og gerðum.
Heimferðin í gær tók nokkrum breytingum frá áætlun. Ekki var hægt að lenda á Ísafirði og því vorum við keyrð til Þingeyrar og tafðist því brottför okkar frá Vestfjörðum um góðan klukkutíma. Einnig var nokkur frestun á fluginu austur, þannig að við vorum ekki komin heim fyrr en síðdegis í gær. En sem sagt, ljómandi skemmtileg ferð á Vestfirðina.
Við fundum reyndar út að stundum fer lognið dálítið hratt hjá þeim.
Við lentum sem sé á Ísafjarðarflugvelli á fimmtudagskvöldi. Lítið gert annað en að borða og kíkja smá á Langa Manga, þar sem reykingamennirnir sátu og nýttu síðasta sénsinn. Föstudeginum eyddi ég í bæjarráp fyrripartinn og vinnu seinni partinn. Um kvöldið heimsóttum við vini okkar til margra ára, sem búa þarna vesturfrá. Þau buðu okkur í bíltúr á Suðureyri og Flateyri. Frábært veður og fallegt að sjá firðina spegilslétta í kvöldsólinni.
Á laugardaginn fórum við þrjár saman í sund á Suðureyri, síðan fór allur hópurinn í skoðunarferð inn í Tungudal, Seljalandsdal, Bolungavík og Ósvör. Loks var farið í Neðstakaupstað og þar biðu okkar alls kyns kræsingar.
Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður og ball á eftir. Það var búið klukkan eitt um nóttina. Þá fengum við nokkur þá brjáluðu hugmynd að fara á sjómannadagsball í Bolungavík, sem við og gerðum.
Heimferðin í gær tók nokkrum breytingum frá áætlun. Ekki var hægt að lenda á Ísafirði og því vorum við keyrð til Þingeyrar og tafðist því brottför okkar frá Vestfjörðum um góðan klukkutíma. Einnig var nokkur frestun á fluginu austur, þannig að við vorum ekki komin heim fyrr en síðdegis í gær. En sem sagt, ljómandi skemmtileg ferð á Vestfirðina.