<$BlogRSDURL$>

júní 13, 2007

Á leið norður .... 

Ég er að fara norður á Akureyri á morgun. Þarf að láta taka myndir af bakinu á mér, þar sem einhverjar vísbendingar um brjósklos hafa verið að láta á sér kræla. Það er þó ekki eina erindið, því ég er líka að fara að skila Fúsa litla, bílnum sem þjónað hefur mér og mínum dyggilega í rúm þrjú ár. Nú fá þeir í Brimborg hann aftur en ég fæ væntanlega nýjan Fúsa áður en langt um líður. Ég ætla líka að kíkja á Öddu frænku, sem dansaði sig inn á sjúkrahús um daginn. Hjartað mótmælti, en hún er líka komin töluvert á níræðisaldur, blessunin. Hún er komin heim "að syrgja sjálfa sig" eins og hún orðar það sjálf.
Síðast en ekki síst ætla ég að hitta hópa af kornungu fólki, sem eins og ég, útskrifuðust sem stúdentar úr MA vorið 1977 - fyrir 30 árum síðan. Við ætlum í óvissuferð á föstudaginn, en það er nú samt búið að gefa út meginlínur ferðarinnar. Eitt er samt öruggt: Það verður gaman !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?